Ferli við gerð sérprentaðra mappa

  • Hönnun er tilbúin
  • Pappír húðaður matt/glans
  • Pappír límdur á spjald og síðan spjaldið brotið
  • Ákveða þarf hvort mappan á að vera tveggja eða fjögurra gata
  • Járn sett í
  • Mappan er tilbúin

Stærðir

Við getum framleitt í stærðunum A4 og A5 ásamt séróskum.  Kjölbreidd getur verið 1 – 4,2cm (standard stærð).  Í yfirstærð er hægt að hafa möppurnar frá 4,2 – 8,5 cm.

Jafnframt er hægt að framleiða í stærðunum A5 eða öðrum þeim stærðum sem viðskiptavinur óskar.

Verð fer eftir magni og prentun (litafjölda). Hafið samband við sölumenn okkar og fáið tilboð.

Framleiðslutími

Framleiðslan tekur yfirleitt að minnsta kosti 2 vikur eftir að útlit er tilbúið og pöntun er staðfest.

Tæknilegar upplýsingar

Liggja short í pappír

Þykkt; 130 – 150 gr. pappír

Ef kjölur á að vera 42 mm eða mjórri þá er spjald og pappír eftirfarandi:

  • Spjaldstærð: 551 x 315 mm.
  • Pappír utanverðu: 581 x 345 mm
  • Pappír innanverðu: 540 x 305 mm

Ef kjölur á að vera  42 – 60 mm þá er spjald og pappír eftirfarandi:

  • Spjaldstærð: 600 x 315 mm.
  • Pappír utanverðu: 630 x 345 mm
  • Pappír innanverðu: 590 x 305 mm

Ef kjölur á að vera breiðari þá stækka spjöldin í samræmi við það.