Sérvinnsla

Múlalundur býður upp á fjölbreytt vöruúrval sem viðskiptavinir geta nálgast í verslun eða vefverslun fyrirtækisins. Þar er bæði um að ræða vörur framleiddar á Múlalundi og vörur sem Múlalundur kaupir af innlendum og erlendum birgjum.  Þessu til viðbótar þjónustum við fjölbreyttan hóp fyrirtækja og einstaklinga með verkefni og sérhannaða vöru.
Hafið samband við sölumenn okkar fyrir nánari upplýsingar.

Separator.

Áletrun á vörur

Bjóðum upp á áletrun á vörur með fólíu eða blindþrykkingu.
Separator.

Plöstun

Við bjóðum upp á plöstun á bókum, tímaritum, bæklingum, tyggjópökkum, magnpökkum og margvíslegum öðrum hlutum.
Separator.

Verkefni

Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni fyrir fyrirtæki úr öllum atvinnugreinum. Er þar oft um að ræða mannfrek verkefni sem aðilar sjá sér hag í að fá okkur til að vinna og þá getur starfsfólk viðkomandi fyrirtækis nýtt tímann betur í annað. Verkefnin eru ýmist viðvarandi þar sem við sjáum um hluti til langs tíma fyrir viðskiptavini eða verkefni sem þarf að vinna einu sinni eða með reglulegu millibili (mánaðarlega, árlega).
Separator.

Sérhannaðar vörur

Múlalundur býður upp á fjölbreytt vöruúrval sem viðskiptavinir geta nálgast í verslun eða vefverslun fyrirtækisins. Þar er bæði um að ræða vörur framleiddar á Múlalundi og vörur sem Múlalundur kaupir af innlendum og erlendum birgjum. Þessu til viðbótar þjónustum við fjölbreyttan hóp fyrirtækja og einstaklinga með sérhannaða vöru.

Hafið samband við sölumenn okkar fyrir nánari upplýsingar.

Sérhannaðir plastvasar

Við höfum áratugareynslu í framleiðslu á plastvösum. Á hverju ári eru framleiddar fjölmargar ólíkar útfærslur í ýmsum stærðum, litum.

Sérhannaðar möppur

Við framleiðum á hverju ári fjölbreytt úrval af sérhönnuðum möppum fyrir viðskiptavini okkar.

Nokkur dæmi um útfærslur má nefna:

  • Límdar sérprentaðar pappamöppur
  • Möppur í yfirstærð.
  • Sérhannaðar möppur eða klemmubækur t.d. fyrir starfsstéttir í eftirlits- og heilbriðgðisgeira, ásamt sérframleiðslu m.a. fyrir strætó.

Nánari tæknilegar upplýsingar.

Separator.

Matseðlar og hótelmöppur

Múlalundur framleiðir fjölbreytt úrval matseðla og hótelmappa. Hægt er að velja efni, stærðir og úfærslur allt eftir hentugleika. Hér má sjá nokkar útfærslur.

Hafið samband við sölumenn okkar og þeir ráðleggja varðandi næstu skref.

Separator.

Fleiri sérhannaðar lausnir

Við búum yfir fjölbreyttum lausnum fyrir flugfélög, hótel og veitingastaði, bílaumboð, heilbrigðisstofnanir, prentsmiðjur, útgefendur, ráðstefnuhaldara, banka, skipulagsaðila sveitarfélaga og marga fleiri. Við erum sífellt að bæta í reynslubankann.