Skilmálar Múlalundar
Pantanir
Við hjá Múlalundi tökum við pöntunum þegar þær berast í gegnum vefverslun og fær kaupandi afrit af pöntun í tölvupósti. Einnig er hægt að panta í gegnum síma eða tölvupóst.
Afgreiðsla og afhending
- Pantanir eru almennt afgreiddar innan tveggja virkra daga ef vörur eru til á lager, annars er viðskiptavinur upplýstur um afgreiðslutíma.
- Pantanir fyrirtækja af höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út en öðrum pöntunum er dreift með Póstinum.
- Ef pöntun er hærri en 25.000 kr. er sending frí, en fyrir minni sendingar leggst á sendingargjald sem er 2.890 kr. til fyrirtækja en einstaklingar geta valið ódýrari leiðir sem fara eftir verðskrá póstsins.
- Hægt að sækja pantanir í verslun Múlalundar (sjá staðsetningu).
Verð
Öll verð í vefverslun eru með virðisaukaskatti og geta breyst án fyrirvara. Öll verð í vefverslun eru birt með fyrirvara um villur.
Greiðslur í vefverslun
Í vefverslun er hægt að greiða með kreditkorti í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Teya, við móttöku ef varan verður sótt að Múlalundi og einnig geta fyrirtæki í viðskiptum valið að fá sendan reikning og birtist krafa í heimabanka.
Afrit af reikningi er sent með vörum.
Trúnaður
Farið er með allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp við viðskiptin sem trúnaðarmál og eru þær aldrei afhentar 3. aðila.
Skilaréttur
Skilafrestur er 30 dagar frá afhendingu vöru og háður því að varan sé í upprunalegu ástandi og framvísað sé kvittun fyrir kaupunum. Tilkynna skal vöruskil á mulalundur@mulalundur.is.
Skemmdar eða rangar vörur
Hafi viðskiptavinur fengið skemmda eða ranga vöru, ber honum að upplýsa um það við fyrsta tækifæri og munum við leiðrétta það.
Vafrakökur
Vefur Múlalundar nýtir vafrakökur til að bæta upplifun notenda af vefnum. Nánari upplýsingar má finna á undirsíðu hér að neðan.